132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

327. mál
[15:53]
Hlusta

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hélt ég hefði farið rækilega yfir þetta. Það var fyrir tíu árum hér á þinginu sem ég kom fyrst að þessum málum. Allan tímann og alltaf hef ég verið á móti þessu. Ég hef verið á móti þessu olíugjaldi, talið þessa litun vera ranga aðferð. Ég er alveg viss um og taldi mig segja það skýrt að þetta frumvarp er bara enn ein vitleysan, farið er úr öskunni í eldinn. Menn fara úr einni vitleysunni í aðra, enda kallaði ég þetta mál vitleysuna endalausu. Að sjálfsögðu greiði ég atkvæði á móti því.