132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

3. mál
[16:33]
Hlusta

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti 1. meiri hluta fjárlaganefndar um frumvarp til laga um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. Eftir yfirferð málsins gerir 1. minni hluti tillögu um að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Undir nefndarálitið skrifa Magnús Stefánsson, Birkir J. Jónsson, Drífa Hjartardóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Sigurrós Þorgrímsdóttir.

Hins vegar mæli ég fyrir breytingartillögu sem flutt er í mínu nafni við 5. gr. frumvarpsins. Tillagan er á þskj. 546 og tengist Nýsköpunarsjóði en með henni fylgir greinargerð sem gerir grein fyrir þessari breytingartillögu.