132. löggjafarþing — 40. fundur,  9. des. 2005.

Starfsmannaleigur.

366. mál
[11:58]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Vegna fyrirspurnar hv. þingmanns um hvort sá er hér stendur muni beita sér fyrir að fram fari athugun á því á vegum félagsmálaráðuneytis og Vinnumálastofnunar hvort hægt verði að koma fyrir því verkefni sem hér er um rætt innan fjárhagsramma Vinnumálastofnunar. Ég verð að upplýsa hv. þingmann um að við höfum þegar hafið þá vinnu. Vinnumálastofnun er þegar komin að því verki að fara yfir það með hvaða hætti við getum rúmað þetta innan þeirra fjárhagsheimilda sem stofnunin ræður yfir og félagsmálaráðuneytið kemur að þeirri vinnu. Verði niðurstaðan sú að svo verði ekki, þá að sjálfsögðu þurfum við að bregðast við því. En ég á von á að þetta takist.