132. löggjafarþing — 40. fundur,  9. des. 2005.

Starfsmannaleigur.

366. mál
[14:50]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Spurningin var afskaplega einföld: Hvernig á notendafyrirtækið, sem fjallað er um í breytingartillögunni, að bera ábyrgð á því að allir sem hjá því starfa njóti launa og annarra kjara, hvernig á það að vita að starfsmannaleigan greiði laun og starfskjör hennar séu í samræmi við kjarasamninga? Það veit ekkert um það.