132. löggjafarþing — 40. fundur,  9. des. 2005.

Fjarskiptasjóður.

191. mál
[16:03]
Hlusta

Frsm. samgn. (Hjálmar Árnason) (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég skil og virði ugg hv. þingmanns yfir stöðu sjófarenda en vísa jafnframt til þess sem kemur fram í greinargerð með þessu frumvarpi og jafnframt til hinnar glæsilegu fjarskiptaáætlunar sem hefur verið samþykkt þar sem gert er ráð fyrir þessu og menn eru meðvitaðir um þetta. En ég deili áhyggjum með hv. þingmanni og það hlýtur að vera hlutverk sjóðsins að fylgja eftir hinni ágætu fjarskiptaáætlun þar sem er einmitt minnst á þau atriði sem hv. þingmaður dregur fram.