132. löggjafarþing — 40. fundur,  9. des. 2005.

Málefni aldraðra.

174. mál
[16:14]
Hlusta

Frsm. heilbr.- og trn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta eru ekki stærstu skattamálin sem við afgreiðum á Alþingi. Við erum að tala um hækkun upp á 337 kr. á ári. Ég efast um að nokkur maður kikni undan því eða það breyti fjárhagsstöðu nokkurs manns þannig að þetta eru ekki stærstu málin.

Ég vil nefna það að ríkisstjórnin er búin að lækka tekjuskatt um 2% frá næstu áramótum og það mun gefa venjulegu fólki hjá ASÍ, sem er með 270 þús. kr. að meðaltali í laun, 5.400 kr. í lækkun meiri ráðstöfun á mánuði eða 65 þús. kr. á ári í meira ráðstöfunarfé. Auk þess erum við að fella niður eignarskatta sem kemur öldruðum mjög mikið til góða.