132. löggjafarþing — 40. fundur,  9. des. 2005.

Stuðningur við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum.

313. mál
[16:49]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Við í Frjálslynda flokknum styðjum frumvarpið en hefðum talið að það hefði átt að vera gerð ákveðin breyting á því sem ég kom á framfæri í umhverfisnefnd sem varðaði það að í 2. gr. er þeim peningum sem ætlað er til rannsókna á viðtökum — ég er á því að þetta séu of þröng skilyrði, þá fjármuni eigi eingöngu að veita til rannsóknar á viðtökum. Ég hefði talið að það hefði átt að hafa þetta opnara vegna þess að við blasir að fara þurfi í rannsóknir á fleiri þáttum hvað varðar fráveitumál en eingöngu að rannsaka viðtakann.