132. löggjafarþing — 40. fundur,  9. des. 2005.

Hollustuhættir og mengunarvarnir.

314. mál
[17:46]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Það er athyglisvert að heyra að borgarfulltrúanum er alveg sama hvað hlutirnir kosta, nákvæmlega sama. Ég ræddi við samflokksmenn hans um frumvarpið og þeim var ekki sama. Þeir tóku undir þá skoðun mína að þetta getur einfaldlega orðið til þess að rólurnar verði teknar niður t.d. við félagsheimili og þar sem þær eru lítið notaðar. Ég hefði talið að áður en menn kæmu á regluverki sem þessu athuguðu þeir hvernig staðan væri. Hvers vegna erum við að setja þessar reglur? Er þetta lífsspursmál? Er ekki rétt að skoða hvað upp á vantar hvað öryggi varðar? Það liggur ekkert fyrir um það. Nei, það er verið að búa til vinnu og verið að bjarga hæstv. umhverfisráðherra vegna þess að hún setti reglugerð sem á sér ekki lagastoð. Það eru staðreyndir málsins. (Gripið fram í.) Já, ekki nóg með það, þetta er bara vitleysa og fólk skilur þetta ekki.