132. löggjafarþing — 40. fundur,  9. des. 2005.

Hollustuhættir og mengunarvarnir.

314. mál
[17:47]
Hlusta

Frsm. meiri hluta umhvn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Við höldum áfram með stóra rólumálið. Það fór sérstakur hópur yfir málið árið 2002 eins og margoft hefur komið fram. Niðurstaða vinnuhópsins var reglugerð sem var sett árið 2002, ekki af núverandi hæstv. umhverfisráðherra. Hópurinn samanstóð af fulltrúum frá ráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þetta var allt saman rakið fyrir nefndarmönnum. Allt sem hér hefur verið nefnt hefur því verið skoðað, framkvæmt og nú þegar hefur kostnaðurinn komið til.