132. löggjafarþing — 41. fundur,  9. des. 2005.

Starfsmannaleigur.

366. mál
[19:01]
Hlusta

Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):

Frú forseti. Þingmenn Samfylkingarinnar fagna því að hér sé verið að lögfesta frumvarp um starfsmannaleigur sem Samfylkingin hefur barist fyrir á undanförnum árum undir forustu Össurar Skarphéðinssonar. Við hörmum að ekki skuli hafa náðst fram breytingartillaga við 2. umr. um ábyrgð notendafyrirtækja sem veikir mjög þessi lög. Frumvarpið er þó til bóta og ýmis ákvæði þess munu vonandi gagnast vel í baráttunni gegn félagslegum undirboðum og misnotkun á starfsmönnum sem ráðnir eru í gegnum starfsmannaleigur. Því styðjum við í Samfylkingunni þetta frumvarp og fögnum því að ákvæði um starfsmannaleigur sé loks að verða að lögum.