132. löggjafarþing — 42. fundur,  9. des. 2005.

Þingfrestun.

[19:19]
Hlusta

Margrét Frímannsdóttir (Sf):

Frú forseti. Fyrir hönd alþingismanna vil ég þakka hæstv. forseta fyrir mjög gott samstarf og hlý orð í okkar garð. Það eru ekki mörg ár síðan starfsáætlun Alþingis sem sett er í upphafi þingstarfa hvert haust var plagg sem fáir tóku mark á. Á því hefur orðið ánægjuleg breyting og það er árangur sem næst einungis með góðu samstarfi hæstv. forseta og þingflokka. Gott samstarf þessara aðila skilar einnig markvissari vinnu og betri árangri fyrir þjóðfélagið í heild.

Ég ítreka þakkir okkar til forseta og óska henni og fjölskyldu hennar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þá vil ég einnig fyrir hönd okkar alþingismanna þakka skrifstofustjóra Alþingis og starfsfólki einstaklega gott samstarf, lipurð og þolinmæði í okkar garð. Það er okkur til heilla að fá að njóta þessara starfskrafta.

Ég óska skrifstofustjóra Alþingis, starfsmönnum þingsins og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Megi gæfan fylgja störfum okkar allra í framtíðinni.

Ég bið hv. þingmenn um að taka undir óskir til hæstv. forseta, skrifstofustjóra, starfsfólks og fjölskyldna með því að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.]