132. löggjafarþing — 44. fundur,  17. jan. 2006.

Kjaradómur og kjaranefnd.

417. mál
[17:41]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla ekki að kveða upp úrskurð um hvað séu réttlát laun fyrir einstaka aðila. En ég svara hins vegar þeim spurningum sem fram eru bornar á þann hátt að að baki þessu frumvarpi búa þau grundvallarsjónarmið að tryggja þann stöðugleika sem við mögulega getum í launamálum þjóðarinnar og skapa ráðrúm til að fara yfir lög um Kjaradóm og kjaranefnd þannig að sú þróun sem af þeim lögum leiðir verði ekki til að raska efnahagslegum stöðugleika og hafa neikvæð áhrif á launaþróun í þjóðfélaginu.