132. löggjafarþing — 46. fundur,  19. jan. 2006.

Siglingalög.

376. mál
[13:57]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessa ábendingu hv. þingmanns. Hér er fyrst og fremst um það að ræða að þetta fjalli um þá áhafnarmeðlimi sem fara með ábyrgðarstörf við stjórnun skipanna. Fyrst og fremst er um slíkt að ræða. Við þekkjum það að þeir sem sinna vélbúnaði og taka þátt í stjórnun skipsins eða gegna að öðru leyti ábyrgðarstörfum sem tengjast siglingum þurfa að sjálfsögðu að vera allsgáðir og mjög mikilvægt að þar bregði ekki út af. Ég tel að það geti ekki verið að þetta nái til þeirra sem sinna öðrum störfum sem tengjast ekki beint öryggisþáttum. En allra annarra aðila.