132. löggjafarþing — 48. fundur,  20. jan. 2006.

Kjaradómur og kjaranefnd.

417. mál
[15:46]
Hlusta

Dagný Jónsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um afar mikilvægt mál. Meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar telur brýna nauðsyn og réttmæt rök fyrir því að fara þá leið sem við höfum ákveðið að fara. Okkur þykir eðlilegt að halda okkur við þau 2,5% sem gilt hafa um almennan markað. Við teljum einnig mikilvægt að fella úrskurðinn að öðru leyti úr gildi þannig að fyrir liggi hreint borð í vor. Með þessu viljum við gera okkar til að skapa jafnvægi á vinnumarkaði og því segi ég já.