132. löggjafarþing — 49. fundur,  23. jan. 2006.

Fsp. 2.

[15:17]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Það vill svo til að við getum hér fljótlega rætt um raforkuverðið út frá skýrslu sem ég hef dreift á hv. Alþingi. Þá getum við kannski farið yfir staðreyndir. Þá þarf ekki að tala saman í þeim stíl sem hv. þingmaður hefur kosið í þessari umræðu. Við getum talað um þetta út frá staðreyndum og þá getum við séð, og hv. þingmaður getur ekki neitað því, að þetta hefur þróast í jákvæða átt í flestum tilfellum. Ég geri mér þó grein fyrir að þetta er erfitt hjá fiskeldinu. Fiskeldið er ekki búið að festa hér rætur eins og við hefðum gjarnan viljað, a.m.k. ekki laxeldið. Engu að síður hefur staða íslensku krónunnar verið dregin fram sem aðalástæða. Þeir sem spá í þau mál spá því að staða íslensku krónunnar muni breytast og gengi hennar muni lækka. Hvenær nákvæmlega það verður ætla ég ekki að segja frekar en þeir spekingar sem mest hafa vit á þeim málum. En það getur ekkert farið á annan (Forseti hringir.) veg en að gengi krónunnar muni lækka.