132. löggjafarþing — 49. fundur,  23. jan. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[22:12]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég skil ekki alveg hvað þessi athugasemd hv. þm. Hjálmars Árnasonar hefur að gera í andsvari við mig, ég get illa svarað fyrir hann.

Það er komið í ljós hver hefur myndað hallann. Það var hv. þm. Mörður Árnason, sem hefur setið í útvarpsráði, að hans eigin sögn, og hefur rekið þetta fyrirtæki. Þar myndast hallinn. Hann myndast í rekstrinum og hvergi annars staðar. Það vita þeir sem einhvern tíma hafa rekið fyrirtæki. Þeir geta ekki farið út í bæ og sagt að einhver annar beri ábyrgð á því að gjöldin hafi farið úr böndunum. Að sjálfsögðu átti Ríkisútvarpið alltaf að reikna með lífeyrisskuldbindingum, það vissi alltaf hverjar þær voru. Það átti að skera niður útgjöldin sem því næmi ef starfsfólkið er svona dýrt. (Gripið fram í.)

Nú er ég því búinn að finna þann sem rak útvarpið með halla allan tímann og ég veit ekki hvort ég á að senda honum reikninginn. (Gripið fram í.)