132. löggjafarþing — 50. fundur,  24. jan. 2006.

Skipun nefndar um stöðu verknáms.

[13:48]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Mér finnst nálgast ósvífni hjá stjórnarþingmönnum hvernig þeir tala um þetta mál. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í menntamálaráðuneytinu í hálfan annan áratug. Þessi málefni hafa drabbast niður allan tímann, það hefur verið rætt um þau hér á Alþingi ár eftir ár og loksins þegar hæstv. menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins druslast til að setja nefnd í málið þá er það merkilegt frumkvæði frá hendi hæstv. menntamálaráðherra. Mér finnst þetta ekki merkilegt frumkvæði. Ég get hins vegar fagnað því að menn séu farnir að horfast í augu við þann aumingjaskap sem þeir hafa sýnt í þessum málum gegnum tíðina og mér finnst það ekki mönnum sæmandi að koma hér upp með ósvífni eins og sjálfstæðismenn hafa gert í umræðunni núna.