132. löggjafarþing — 50. fundur,  24. jan. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[13:55]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Það er tvennt. Ég hef óskað eftir því að frumvarp sem liggur fyrir á þskj. 54 yrði rætt samhliða þessu máli. Það fjallar um að hlutafélagavæða Ríkisútvarpið og að selja það. Það var ekki orðið við þeirri beiðni þannig að það frumvarp liggur enn órætt.

Í öðru lagi vil ég gera þá tillögu að hv. menntamálanefnd sem fær þetta mál til umsagnar vísi því til hv. efnahags- og viðskiptanefndar þar sem um er að ræða skattamál. Við erum að leggja skatta á 20 þúsund fyrirtæki sem ekki hafa greitt skatta hingað til í þessu formi og ég held að það sé rétt að hv. efnahags- og viðskiptanefnd fjalli um það.

Að öðru leyti greiði ég því atkvæði að þessu verði vísað til 2. umr.