132. löggjafarþing — 50. fundur,  24. jan. 2006.

Matvælarannsóknir hf.

387. mál
[14:29]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel enga ástæðu til að óttast það, fremur þvert á móti. Aðstaða til slíkrar starfsemi er oft og tíðum jafnvel betri víða um land. Það er vaxandi háskólastarf víðs vegar um landið, fyrir hendi er húsnæði og starfskraftar þannig að ég tel að það eigi alls ekki að gefa sér það fyrir fram að ýmsir staðir úti um land standi illa að vígi til að taka þátt í þessari þjónustu. Þvert á móti er matvælaframleiðslan mjög ríkur þáttur í vinnuumhverfi þessara byggðarlaga og þess vegna geng ég út frá því að þau séu á margan hátt betur stödd en e.t.v. höfuðborgarsvæðið til að takast á við vaxandi verkefni á þessu sviði.