132. löggjafarþing — 51. fundur,  25. jan. 2006.

Laun og kjör stjórnarmanna og æðstu stjórnenda.

425. mál
[14:10]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg):

Frú forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda fyrir að vekja athygli á þessu mikilvæga máli og um leið vil ég lýsa vonbrigðum mínum með svar hæstv. viðskiptaráðherra.

Við þekkjum öll umræðuna um ofurlaun stjórnenda og starfslokasamninga en mér finnst afar brýnt að þetta sé einnig upplýst um launakjör forstjóra lífeyrissjóða hjá lánastofnunum. Þetta er bara um almennt gegnsæi í þjóðfélaginu, þetta eru upplýsingar sem eiga að vera uppi á borðinu og mér finnst mjög eðlilegt að hér séu settar reglur um upplýsingaskyldu fyrirtækja svo að almenningur sé upplýstur um hvað er í gangi í þjóðfélaginu.