132. löggjafarþing — 52. fundur,  25. jan. 2006.

Lögreglulög.

46. mál
[15:17]
Hlusta

Jón Kr. Óskarsson (Sf):

Hæstv. forseti. Sá er hér stendur setti m.a. þjóðhátíð 1968 og þekkir þessi mál ansi vel frá þeim bæjardyrum séð. Ég bendi á lögreglukostnað við þjóðhátíð Vestmannaeyja. Ég tengist líka Seyðisfirði og þekki þetta því dálítið bæði í Vestmannaeyjum og á Seyðisfirði. Mér finnst að sá hagnaður sem verður af slíkum hátíðum ætti að renna óskiptur til fjölbreyttrar íþrótta- og æskulýðsstarfsemi á landsbyggðinni og landsins alls. Slík starfsemi hefur svo mikið forvarnagildi að mér finnst alveg koma til greina að allur kostnaður við löggæslu sé undanskilinn en nettóhagnaður fari allur í íþrótta- og æskulýðsstarfsemi. Við vitum að ferðakostnaður á landsbyggðinni er geipilegur fyrir íþrótta- og æskulýðsstarfsemi.