132. löggjafarþing — 52. fundur,  25. jan. 2006.

Nýting stofnfrumna úr fósturvísum til rannsókna og lækninga.

64. mál
[15:55]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég endurtek að ég sé ekkert því til fyrirstöðu að málið fari til heilbrigðis- og trygginganefndar og hún afgreiði það með þeim hætti sem umræða innan nefndarinnar gefur tilefni til. Ég tel að afgreiðsla hennar eigi fullt erindi til þeirrar nefndar sem starfar til 31. mars hvort sem sú dagsetning stenst eða ekki. Nefndin hefur starfað reglulega þannig að ég vona að hún skili niðurstöðum. En ég sé ekkert því til fyrirstöðu miðað við umfang og eðli þessa máls að það sé einnig unnið í þinginu. Það ætti bara að vera málinu til styrktar.