132. löggjafarþing — 53. fundur,  26. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[10:59]
Hlusta

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er óvenjulegt að hæstv. ráðherrar gangist við því að hafa misskilið eigið frumvarp í grundvallaratriðum og ég þakka hæstv. ráðherra fyrir að upplýsa okkur um þetta og hún er maður að meiri að fara svona í málið en það hefði firrt okkur mikilli umræðu fyrir jólin ef legið hefði fyrir réttur skilningur á málinu. Ég held hins vegar að það sýni að fara þurfi mjög vandlega í gegnum þetta mál, það sé augljóslega illa til þess vandað.

Ég hlýt að spyrja hæstv. ráðherra hvort það sé kannski líka misskilningur sem við sjáum á forsíðu Fréttablaðsins eftir henni í morgun í tengslum við virkjanaframkvæmdir í landinu að það megi nú ráðast í tvö risaverkefni á álsviði samhliða, annars vegar á Norðurlandi og hins vegar í Straumsvík, þ.e. yfir hálfa milljón tonna í álframleiðslu á aðeins örfáum árum eða hvort forsíða Fréttablaðsins í dag sé líka, eins og frumvarp ráðherrans sem hér er til umfjöllunar, einhver misskilningur hjá hæstv. ráðherra.