132. löggjafarþing — 53. fundur,  26. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[11:14]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Á ég að skilja það þannig að hv. þingmaður sé á móti því að rannsóknir sem unnar eru af einu fyrirtæki geti orðið söluvara gagnvart öðru fyrirtæki sem fær virkjunarleyfi síðar? Er það vandamál, er það eitthvað sem hv. þingmaður er á móti?

Mér finnst mjög eðlilegt að fyrirtækið sem hugsanlega nýtir ekki rannsóknirnar geti selt þær. En það getur verið að þar sé grundvallarágreiningur uppi, að hv. þingmaður telji að ekki mega selja rannsóknir.