132. löggjafarþing — 53. fundur,  26. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[16:54]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil byrja á að leiðrétta misskilning sem kom fram í máli hv. þingmanns. Ég gerði bókun á fundi iðnaðarnefndar þar sem ég mótmælti þessum vinnubrögðum enda þóttu mér þau einkennileg. Ég vona að það hafi verið fært til bókar, það að ég væri með fyrirvara á málinu. Það var tillaga hv. sitjandi formanns iðnaðarnefndar að ég gæti bara komið með þau skilaboð einhvern tímann seinna.

Ég spyr hér hv. sitjandi formann iðnaðarnefndar, Einar Odd Kristjánsson, hvort það séu eðlileg vinnubrögð að í miðri 2. umr. séu gerðar breytingar á texta og frumvarpið afgreitt hér með afbrigðum til þess að henda málinu áfram án frekari umræðu innan þingflokka eða í þinginu.