132. löggjafarþing — 53. fundur,  26. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[16:55]
Hlusta

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég taldi mig hafa sagt alveg skýrt frá því að hv. þingmaður, áheyrnarfulltrúinn í iðnaðarnefnd, hefði ekki verið tilbúinn að tjá sig efnislega um málið. Hins vegar er alveg rétt sem kom fram að athugasemd kom fram um málsmeðferð. Það er allt annað mál.

Ég vil svo svara því, virðulegur forseti, að ég tel alveg eðlilegt að þingnefndir komi saman þegar menn telja það rétt, hvenær sem er, og ekkert að því að menn reyni að samræma sjónarmið sín og koma sameiginlega fram með sátt í máli ef það er möguleiki. Það gerðist í dag og ég sé enga ástæðu til annars en að fagna því. Það er eðlilegt, það er oft sem það gerist í þinginu að afbrigða er leitað og þau samþykkt.