132. löggjafarþing — 54. fundur,  30. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[15:21]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg):

Frú forseti. Ég ætla að segja nei í þessu máli. Í iðnaðarnefnd kom skýrt fram að það er mat iðnaðarráðuneytisins og hæstv. iðnaðarráðherra að orkufyrirtækin séu ekki nógu æst í að hefja rannsóknir á öllum vatnsföllum okkar og jarðhitasvæðum. Ástæðan er sú að það er stefna þessarar ríkisstjórnar að álvæða Ísland eins og það leggur sig. Við urðum vör við það í síðustu viku að fyrst sagði hæstv. iðnaðarráðherra að það ætti að byggja eitt álver í viðbót en í lok vikunnar var hún komin á þá skoðun að það ætti að byggja tvö álver, það rúmaðist alveg innan Kyoto-sáttmálans að byggja tvö álver í viðbót. (Iðnrh.: Er þetta til umræðu hér?) Þetta er hluti af því, hæstv. iðnaðarráðherra.