132. löggjafarþing — 54. fundur,  30. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[15:33]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Það mál sem við greiðum hér atkvæði um hvort vísa eigi til 3. umr. eða ekki byggir á tveimur þáttum. Í fyrsta lagi hvort það hafi fengið eðlilega og þinglega meðferð til þessa, bæði af hálfu meiri hlutans, hæstv. iðnaðarráðherra, og jafnframt í störfum þingflokkanna. Við teljum að það hafi ekki fengið þá eðlilegu þinglegu meðferð sem réttlætir að því sé vísað til 3. umr. samanber það að hæstv. iðnaðarráðherra upplýsti að bæði 1. umr. og fyrri hluti 2. umr. var byggt á misskilningi hennar um efnisatriði málsins.

Í öðru lagi snýr þetta efnislega að úthlutun rannsóknarleyfa sem þar með verða markaðsvara, sem þar með er forgjöf að virkjunarleyfum. Við teljum að ekki eigi að svo stöddu að opna á fleiri slíkar leyfisveitingar, a.m.k. ekki fyrr en við erum þá búin að ljúka (Forseti hringir.) umræðu um lög sem þessu tengjast, frú forseti.