132. löggjafarþing — 54. fundur,  30. jan. 2006.

Stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins.

392. mál
[16:27]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og ég sagði áðan. Hv. þingmaður fer svo rangt með. Nú er hann strax farinn að snúa út úr því sem ég sagði bara fyrir einni eða tveimur mínútum. Ég sagði ekki að hækkanir hefðu átt sér stað í hugarheimi hv. þingmanns. Ýmislegt sem hann hefur farið með og haft eftir mér, eins og það t.d. að ég hafi lofað því að raforkureikningar mundu ekki hækka, er rangt. Hvernig dettur hv. þingmanni í hug að ég lofi því þegar ég ræð því ekki einu sinni. Hv. þingmaður verður að temja sér vandaðri vinnubrögð og vandaðri málflutning því annars er ekki hægt að rökræða við hann. (Gripið fram í.) Hann fer með rangt mál hvað eftir annað í þessu sambandi og það er ekki hægt að rökræða við menn sem gera það.