132. löggjafarþing — 55. fundur,  31. jan. 2006.

Tóbaksvarnir.

388. mál
[17:04]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er þeirrar skoðunar að því fari víðs fjarri að þetta frumvarp brjóti í bága við atvinnufrelsi. Margs konar hömlur eru lagðar á atvinnustarfsemi, alls konar hömlur varðandi heilbrigðismál, heilbrigðiseftirlit og þar fram eftir götunum. Þetta er aðeins einn þáttur í því. Ég endurtek það sem ég sagði áðan, það mætti hugsa sér að hafa eitthvert reykingapláss á veitingastöðum en veitingamenn eru yfirleitt ekkert hrifnir af því. Það hefur ekkert verið óskað sérstaklega eftir því. Ég held að jafnframt sé mjög vandasamt að framfylgja slíkri löggjöf, það hefur reynst þannig.