132. löggjafarþing — 55. fundur,  31. jan. 2006.

Tóbaksvarnir.

388. mál
[17:40]
Hlusta

Jónína Bjartmarz (F) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður hefur kveðið upp úr með að hann dregur í rauninni ekki í efa niðurstöður stærsta hluta þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið á skaðsemi óbeinna reykinga. (Gripið fram í.) Hv. þingmaður dregur ekki í efa að óbeinar reykingar hafi skaðleg heilsufarsleg áhrif. Sá er kannski mergurinn málsins.

Þrátt fyrir að benda megi á eina tiltekna rannsókn, eina tiltekna heimild sem frumvarpið nefnir, tel ég ekki að ekki sé rétt greint frá niðurstöðum rannsókna. Úr því að bent er á eina rannsókn sem ekki er getið í frumvarpinu minni ég á að í greinargerð með þessu frumvarpi er fjöldinn allur af öðrum heimildum sem ekki hafa verið dregnar í efa og allar ber að sama brunni.