132. löggjafarþing — 55. fundur,  31. jan. 2006.

Tóbaksvarnir.

388. mál
[19:04]
Hlusta

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég gæti svo sem endurtekið fyrra svar mitt að það er að vissu leyti líka vinnuvernd sem felst í því að hafa ekki þessi reykherbergi þó að ég sé sammála því að hún er ekki eins sterk af því að mun minni starfsemi fer fram inni í slíkum herbergjum en á veitingastaðnum almennt. Það eru samt vinnuverndarsjónarmið sem gilda þar líka en þau eru mun veikari. Þar spila inn í önnur sjónarmið eins og samkeppnissjónarmið, þ.e. að það geta ekki allir staðir boðið upp á þetta. Ég skil alveg að veitingamennirnir vilji þá hafa þetta bara einsleitt fyrst að það er ekki þannig.