132. löggjafarþing — 55. fundur,  31. jan. 2006.

Tóbaksvarnir.

388. mál
[20:43]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að fara að halda langa ræðu. Hér hafa verið fluttar margar ágætar ræður í dag, bæði með og á móti reykingum og svo sem litlu við það að bæta. Ég kem upp í ræðustól til að lýsa því yfir að þingflokkur Frjálslynda flokksins er einróma sammála um að lýsa yfir stuðningi við þetta frumvarp.