132. löggjafarþing — 56. fundur,  1. feb. 2006.

Skinnaverkun.

474. mál
[13:42]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg):

Frú forseti. Hér er til umræðu býsna alvarlegt mál eins og hv. þm. Kristján Möller fór yfir. Það hljómar því eins og hver annar brandari að heyra hæstv. iðnaðarráðherra telja upp rök og ástæður fyrir því að þessi iðnaður er að leggjast af og þá sérstaklega kannski að það sé fyrir tilstuðlan svokallaðra umhverfisverndarsinna sem hafa stöðvað að gærur seljist á góðu verði. Þetta er auðvitað eins og hver annar sparðatíningur. Staðreyndin er auðvitað sú, eins og kom ágætlega fram hjá hv. fyrirspyrjanda, að það er gengi krónunnar og þessi brjálaða álstefna ríkisstjórnarinnar sem er að gera út af við allan iðnað í landinu. (Iðnrh.: Nú?) Það er bara staðreynd, hæstv. iðnaðarráðherra. (Gripið fram í.)