132. löggjafarþing — 56. fundur,  1. feb. 2006.

Sameining opinberra háskóla.

442. mál
[14:45]
Hlusta

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka fyrir þessa umræðu. Mér þykir hún afar mikilvæg og merkileg vegna þess að ég tel að við eigum að skoða það raunverulega að sameina á Íslandi enn frekar skóla á háskólastigi. Mér hugnast mjög vel að sameina Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands vegna þess að ég tel að það geti orðið faglega mjög farsæl sameining. Ég tel það vegna þess að það geti styrkt mjög einstaka þætti og einstök svið kennaramenntunar að vera í svo miklu návígi við Háskóla Íslands sem sameining mundi að sjálfsögðu leiða af sér.

Ég fagna því að þetta sé komið á góðan rekspöl en auðvitað verður að skoða alla kosti mjög gaumgæfilega og ég tel t.d. að í tilfelli Háskólans í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands hafi það ekki verið gert (Forseti hringir.) þó svo að sameiningin hafi heppnast ágætlega að lokum.