132. löggjafarþing — 56. fundur,  1. feb. 2006.

Sameining opinberra háskóla.

442. mál
[14:48]
Hlusta

Jón Kr. Óskarsson (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Björgvini G. Sigurðssyni fyrir fyrirspurnina og ég beini því til hæstv. menntamálaráðherra að taka þessa hluti til mjög alvarlegrar skoðunar. Átta háskólar í 300 þús. manna samfélagi — er ekki hugsanlegt að það sé hægt að spara verulegar fjárhæðir án þess að sérstaða viðkomandi skóla verði skert?