132. löggjafarþing — 59. fundur,  6. feb. 2006.

Stjórn fiskveiða.

448. mál
[19:31]
Hlusta

Guðjón Hjörleifsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við höfum rætt um það á Alþingi að þorskstofninn er í lægð. Ég sé ekki að það verði fleiri fiskar í sjónum með nýja fiskveiðistjórnarkerfinu. Ég spurði hv. þm. Magnús Þór Hafsteinsson hvort hann hafi rætt við aðila sem starfa í þessu kerfi um rekstrarumhverfið þar. Hann hefur ekki svarað því. Hann ætlar að koma í ræðustól á eftir og því mjög eðlilegt að hann geri mönnum grein fyrir því. Hann var a.m.k. í miklu sambandi við þessa aðila fyrir kosningar og hlýtur að ræða við þá áfram.

Auðvitað skil ég hv. þingmenn Frjálslynda flokksins. Með þessari breytingu er ekkert eftir af kosningabaráttu þeirra í sjávarútvegsmálum. Þetta snerist um að selja daga fyrir kosningar, rétta mönnum sem voru vart nema með pungapróf heimildir, eins og hv. þingmaður gerði í Vestmannaeyjum. Í kaffistofuspjalli var rætt um að menn gætu fengið heimildir (Forseti hringir.) ef Frjálslyndi flokkurinn kæmist að. (Forseti hringir.)