132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Skýrsla um framvindu byggðaáætlunar.

[11:14]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Annars vegar heldur hv. þingmaður því fram að skýrslur skipti engu máli. Hins vegar eru skýrslur mjög merkilegar, heyri ég. Aðalatriðið er þó að þróunin er að breytast. Fólk sem býr á landsbyggðinni er jákvæðara gagnvart því að búa á landsbyggðinni, og jákvæðir hlutir eru að gerast sem gera það að verkum að fólk vill búa á landsbyggðinni. Það hlýtur að vera aðalatriðið, alveg burt séð frá skýrslum. Hvers vegna hv. þingmaður kýs að hefja þessa umræðu svona veit ég ekki en mér dettur í hug að það sé vegna þess að hann er í dálitlum erfiðleikum með að gagnrýna ráðherrann að þessu sinni. (Gripið fram í.)