132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[12:42]
Hlusta

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er hárrétt hjá hv. þingmanni að flutningskostnaður íþyngir mjög iðnaðarfyrirtækjum á landsbyggðinni og þess vegna var gerð úttekt á því hvernig hægt væri að koma þessu fyrir.

Það er mín skoðun að þarna sé um mjög nauðsynlegt verkefni að ræða og nauðsynlegt að fundnar verði leiðir í því að gera samkeppnishæfni iðnaðarfyrirtækja á landsbyggðinni betri, m.a. með því að huga að flutningskostnaðinum.

Því er til að svara varðandi afstöðu okkar sjálfstæðismanna að ég hef ekki séð neina tillögu á mínum borðum (Gripið fram í.) þar sem ég þyrfti að taka afstöðu til varðandi flutningskostnaðinn. Ég get þá bara sagt það hér að ég mundi styðja slíka tillögu ef hún kæmi fram.