132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[12:45]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil aðeins koma hérna inn á örstutt í framhaldi af ræðu hv. þingmanns þar sem mér fannst hún ekki hafa alveg rétt eftir mér að ég hafi sagt að það ætti að sameina atvinnuþróunarstarfsemina í eina stofnun. Hins vegar er verið að vinna að því í ráðuneytinu að móta tillögur um framtíð atvinnuþróunarstarfs í landinu, stoðkerfis atvinnulífsins. Hvað nákvæmlega kemur út úr því er ekki ljóst á þessari stundu en hv. þingmaður fær áreiðanlega tækifæri til að fylgjast með þeirri vinnu (Gripið fram í: Það er búið að standa til frá 2002.) eins og henni reiðir fram.