132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[14:50]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Af svari hv. þingmanns mætti ráða að allt væri á uppleið á Siglufirði. Það mætti halda það ef þetta væru einu upplýsingarnar sem menn fengju og vissu ekki betur, en því miður er það ekki svo. Þar er fólksfækkun. Hvers vegna er það? Það er vegna þess að Framsóknarflokkurinn hefur tekið réttinn af fólkinu til að sækja sjóinn. Og þegar það hefur verið gagnrýnt hefur hæstv. byggðamálaráðherra sjálf talað um að þetta verði að vera svona því annars væru menn að föndra við byggðirnar. Ég segi: Það er föndur sem hv. þingmaður nefndi hér, skíðasvæðið og eitt og annað, svona smáverkefni. Þetta er til að bæta fyrir misgerðir flokksins í byggðamálum. Ef Siglfirðingar hefðu haft réttinn til sjósóknar þyrftu þeir ekki að biðja um styrki, ástandið þar gæti verið þannig að þeir væru að veita peninga suður á land eins og þeir gerðu í miklum mæli fyrir nokkrum áratugum. Það væri fróðlegt að fá að heyra afstöðu hv. þingmanns (Forseti hringir.) til þessara ummæla iðnaðarráðherra, um föndur við byggðina. Það væri mjög áhugavert.