132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[14:53]
Hlusta

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður talaði um að rétt væri að meta árangur af þeirri byggðaáætlun sem er liðin, 2002–2005 og ég er alveg sammála því. Ég get líka sagt, og hef oft sagt það, að mörg markmið í þeirri byggðaáætlun voru ágæt og því langar mig til að leggja eina fyrirspurn fyrir hv. þingmann: Hvað finnst honum um framkvæmdina á síðustu byggðaáætlun, hvernig hefur tekist til um framkvæmd hennar?