132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[17:40]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Magnús Stefánsson ræddi um að byggðirnar hefðu orðið fyrir áföllum af ólíkum ástæðum. En ein þeirra var þó kunn og það var aðgerð sem hv. þingmaður studdi. Hann studdi hana hér í þingsalnum vorið 2004 og það var að kvótasetja trillur í sóknardagakerfinu. Hún kom mjög illa við byggðirnar á sunnanverðum Vestfjörðum sérstaklega. Þetta vissi hv. þingmaður.

Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann sjái eftir þessu.