132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[17:43]
Hlusta

Magnús Stefánsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér þykir stundum miður hversu hv. þingmenn Frjálslynda flokksins eru einhæfir í umræðunni. Það sem ég átti við með frumkvæði heimamanna er svona almennt í atvinnulífinu og ég stend við það og veit að það er þannig. (SigurjÞ: Hamborgarabúllur? Súlustaðir?) Nei, nei. Til dæmis veit ég að á ýmsum stöðum, bæði á Vestfjörðum og víðar hafa menn náð að byggja upp atvinnustarfsemi með eigin frumkvæði og ég bið nú hv. þingmann að gera ekki lítið úr því frumkvæði sem menn sýna úti um allt land varðandi uppbyggingu atvinnutækifæra. Þessi málflutningur dæmir sig nú örlítið sjálfur, því miður.