132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Þátttaka ráðherra í umræðu.

[20:18]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Það er á mörkunum að þetta sé um fundarstjórn forseta. Ég vil aðeins fá að bregðast við því sem kom fram hjá hv. þm. Kristjáni Möller. Þetta hefur ekki verið umræða hérna í dag. (Gripið fram í: Ha?) Ef það hefði verið málefnaleg umræða hefði ég komið, að sjálfsögðu, hér í lokin til að tala og tjá mig. (Gripið fram í: Nú?) Þetta hefur verið mjög neikvæð umræða, nánast raus í hv. þingmönnum, árásir og niðurrif. Það hefur ekki verið bent á kosti í stöðunni og mér finnst það ekki þingmönnum til sóma að niðurlægja landsbyggðina og landsbyggðarfólk með þessum hætti. Þess vegna hef ég ekki nokkurn áhuga á því að koma hér upp í lokin til að tala um málefnið.