132. löggjafarþing — 64. fundur,  10. feb. 2006.

Heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar.

456. mál
[12:03]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég bið hv. þingmann að temja sér að hafa rétt eftir. Iðnaðarráðherra hefur aldrei lýst því yfir sem hv. þingmaður heldur fram. (JBjarn: Nei nei.) Það er rangt. Það er rangt hjá hv. þingmanni, eins og svo margt sem hann hefur sagt í þessum málum.

Ég man eftir því að hv. þingmaður sagði skömmu fyrir jól í fjölmiðlum að ekki nokkur maður í Skagafirði hefði áhuga á að virkja þar. (JBjarn: Það er rangt.) Ekki nokkur maður. Ég hlustaði á það í fjölmiðlum.

Nú vill svo til að fulltrúar þriggja flokka í Skagafirði hafa lagt á það áherslu að orkulindir héraðsins verði nýttar til framgangs héraðinu. En hv. þingmaður talar á Alþingi eins og það sé ekki áhugamál fólksins í því byggðarlagi. Auðvitað veit ég að þar eru einhverjir aðilar andvígir því. En ég vil biðja hv. þingmann að temja sér að hafa rétt eftir.