132. löggjafarþing — 64. fundur,  10. feb. 2006.

Aukatekjur ríkissjóðs.

403. mál
[14:23]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það kom fram í máli hæstv. fjármálaráðherra að ekki er búið að skoða hvaða raunverulegur kostnaður liggur þarna að baki og það þykir mér mjög miður. Ég vil minna á að Sjálfstæðisflokkurinn í minni hluta í borgarstjórn hefur ekki verið óduglegur við að gagnrýna Reykjavíkurlistann fyrir ýmiss konar gjöld og er alltaf að saka vinstri menn um að verið sé að leggja á einhverja skatta sem ekkert sé á bak við. Er hér ekki um stóraukna skattheimtu á þeim sem síst skyldi að ræða, frú forseti?