132. löggjafarþing — 64. fundur,  10. feb. 2006.

Aukatekjur ríkissjóðs.

403. mál
[14:24]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að gera svo vel grein fyrir málflutningi félaga minna í borgarstjórn Reykjavíkur. Hins vegar er í þessu tilfelli um að ræða það sem kallað er gjöld fyrir tiltekna þjónustu sem þarna kemur fram og ef eitthvað er held ég að þessi gjöld séu frekar lægri en hinn raunverulegi kostnaður sem er á bak við. Ég held að hv. þingmaður þurfi ekki að hafa verulegar áhyggjur af því að verið sé að íþyngja um of í þessu sambandi og bendi enn og aftur á því til stuðnings hvernig þessum málum er háttað hjá nágrönnum okkar sem búa við svipaðar aðstæður.