132. löggjafarþing — 65. fundur,  13. feb. 2006.

Heyrnar-, tal- og sjónstöð.

514. mál
[16:20]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar til að spyrja hæstv. heilbrigðisráðherra hvort til standi að efla þjónustu við heyrnarlausa, daufblinda og sjónskerta úti á landi. Við vitum að fólk býr ekki við sömu kosti, ekki sömu þjónustu, t.d. túlkaþjónustu, úti á landi og fólk á höfuðborgarsvæðinu. Dæmi eru um að fólk hafi af þeim sökum þurft að flytja, í sumum tilfellum ekki bara til höfuðborgarsvæðisins heldur einnig til útlanda. Ég þekki dæmi þess að fólk hafi flutt til Svíþjóðar vegna betri þjónustu þar. Mig langar að vita hvort til standi að efla þjónustu við þetta fólk, úti á landi sérstaklega.