132. löggjafarþing — 65. fundur,  13. feb. 2006.

Heyrnar-, tal- og sjónstöð.

514. mál
[16:21]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er vissulega á dagskrá Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar að efla þjónustu við landsbyggðina. Þar hefur vantað nokkuð upp á en starfsemi stofnunarinnar hefur eflst á undanförnum árum. Biðlistar, t.d. eftir heyrnartækjum, hafa styst mjög og þjónusta stofnunarinnar eflst. Það er m.a. á verkefnaskránni að bæta þjónustu við landsbyggðina. Vonandi hefur stöðin afl til þess.